Skip to main content

KENNSLULEIÐBEININGAR FYRIR LEIKSKÓLA

Leiðbeiningar og tenging við aðalnámskrá leikskóla

Þú finnur leiðbeiningar og yfirlit yfir það hvernig efnið tengist aðalnámskrá leikskóla þegar smellt er á hvert viðfangsefni fyrir sig. Við mælum með að þú lesir leiðbeiningarnar og skoðir efnið, annaðhvort upp á eigin spýtur eða gjarnan með samstarfsfélaga, áður en þú notar það í kennslu.

Kennarar meta sjálfir hvort efnið hentar til kennslu í leikskólanum og þá fyrir hvaða aldur.  Líklega má gera ráð fyrir að efnið henti helst í eldri deildum leikskóla t.d. skólahópum.

Við mælum líka með að kennarar útskýri vel öll hugtök sem koma fyrir í teiknimyndunum en sum þeirra gætu reynst flókin fyrir leikskólabörn.

Samtalsspjöld og verkefnablöð

Þegar þú smellir á mismunandi viðfangsefni finnur þú einnig ýmis umræðuspjöld, litablöð og fjölda góðra ráða um hvernig á að nota námsefnið.

Aðrar ábendingar um undirbúning, foreldrabréf o.fl.

Nánari upplýsingar er að finna hér um hvernig vinna má með efnið eins og t.d. hvernig mega auka vitund um þetta viðfangsefni meðal samstarfsfólksins, hvernig best er að byrja fræðsluna, hvernig best er að upplýsa foreldra og forsjáraðila og hvað er best að gera ef þú hefur áhyggjur af barni