Skip to main content

1. æfing: Líkami minn tilheyrir mér

Öll börn eiga rétt á að ráða yfir eigin líkama. En ekki yfir líkama annarra. Í hlutanum „Líkami minn tilheyrir mér“ lærum við um alls konar tilfinningar sem við finnum í líkamanum – og um það hvað má og má ekki gera við líkama barna.
Fara í 1. æfingu

2. æfing: Íslensk lög

Fullorðnir mega aldrei snerta kynfæri barna eða láta þau snerta kynfærin á sér. Það stendur í íslensku lögunum. En frændi hennar Fjólu gerir það bara samt. Vegna þess að það er bannað með lögum vill hann að það sé leyndarmál. Fjólu finnst það mjög erfitt.
Fara í 2. æfingu

3. æfing: Hræðsla

Í hlutanum „Hræðsla“ fáum við að hitta Fjólu aftur. Við fáum að vita hvað gerðist þegar Fjóla ákvað að segja „stopp“ við frænda – og hvernig fór þegar hún sagði mömmu frá því hvað frændi var að gera.
Fara í 3. æfingu

4. æfing: Það er aldrei þér að kenna

Orri á vinkonu sem er 19 ára gömul. Hún vill fá að snerta kynfæri Orra og láta hann snerta sín kynfæri, þótt það sé bannað. Orri er hræddur um að hann hafi gert eitthvað rangt. En kynferðisofbeldi er aldrei barninu að kenna.
Fara í 4. æfingu

Leyndarmál

Hver er munurinn á góðu og slæmu leyndarmáli? Í þessum hluta lærum við meira um leyndarmál. Og við fáum að kynnast Hermann, sem á sér leyndarmál sem honum finnst erfitt að þegja yfir. Horfið, hlustið og ræðið saman í barnahópnum..
Fara í „Leyndarmál“