Skip to main content

FYRIR FORELDRAFÉLÖG

Hvernig geta foreldrafélög stuðlað að öruggu og góðu skólaumhverfi?

Foreldrasamstarf er mikilvægur hluti af uppeldi og skólagöngu barna okkar. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi samstíga foreldrahóps auk þess sem foreldrar gegna mikilvægu hlutverki að styðja við og stuðla að góðri menningu innan barnahópsins. Þá er ómetanlegur stuðningur fyrir foreldra að hafa breitt tengslanet í öðrum foreldrum í nærsamfélaginu, þeir taka upplýstari ákvarðanir og geta verið öflug rödd umbóta. Þannig geta þeir unnið gegn einelti og fordómum og stuðlað að auknum skilningi og umburðarlyndi milli fjölbreyttra hópa. Foreldrastarfið gefur foreldrum einnig tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á vináttu barna og í leiðinni auðga eigið félagslíf.

Markmiðið með foreldrasamstarfi

  • Veita foreldrum upplýsingar um starfsemi skólans.

  • Veita foreldrum upplýsingar um þroska barnsins og stöðu þess í skólanum.

  • Afla upplýsinga um aðstæður og uppeldisviðhorf foreldra.

  • Stuðla að þátttöku foreldra í starfi skólans.

  • Rækta samvinnu og samskipti skólans og heimilanna.

Foreldraráð

Leikskóli

Samkvæmt lögum skal vera foreldraráð við hvern leikskóla. Í því sitja að lágmarki þrír foreldrar.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskólans, fylgjast með framkvæmd skólanámskrár, starfsáætlunar og öðru sem snertir starfsemi leikskólans. Ráðið hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.

Grunnskóli

Við grunnskóla skal starfa foreldraráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Einnig skal við grunnskólann starfa  foreldrafélag sem styður við skólastarfið, stuðlar að velferð nemenda og traustum tengslum milli heimila og skóla.

Foreldraráð er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri við skólastjórnendur varðandi innhald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Í leiks- og grunnskólum starfar foreldraráð. Foreldraráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélags og svæðisráð foreldra ef það er til staðar.

Eitt veigamesta hlutverk foreldraráðs er að stuðla að öruggu og góðu skólaumhverfi fyrir alla nemendur. Það getur veitt stjórnendum skólans ráðgjöf og komið með hugmyndir, sem og óskað eftir upplýsingum um með hvaða hætti skólinn vinnur að því að tryggja nemendum öruggt og gott skólaumhverfi. Foreldraráð sinnir einnig í einhverjum tilvikum eftirfylgni með vandamálum, leggur til ráðstafanir og skipuleggur viðburði og starfsemi sem stuðlar að betra skólaumhverfi þar sem öll eru velkomin.

Góð ráð til fulltrúa foreldra í foreldraráði

Setjið öruggt og gott skólaumhverfi á dagskrá, með því að standa fyrir vinnulotu næst þegar ráðið fundar. Byrjið á að skoða starfið í ykkar skóla: Hvað getur foreldraráðið gert í þínum skóla til að gera daglegt líf allra nemenda betra og öruggara? Hvaða áskoranir blasa við ykkur sem foreldrum og hvaða tillögur hafið þið að úrbótum og aðgerðum?

Reynið að virkja foreldra, nemendur og skólastjórnendur til samstarfs um áþreifanlegar aðgerðir:

  • Hvernig getur foreldraráð unnið með nemendum/nemendaráði að því að innleiða ráðstafanir og halda viðburði?

  • Hvernig getur foreldraráð unnið með skólanum að því að gera úrbótatillögur?

  • Hvernig getur foreldraráð virkjað fleiri foreldra til þátttöku í vinnu að betra skólaumhverfi?

Á vefnum Gegn einelti á vef Menntamálastofnunar má finnar bjargir foreldra ef barn þeirra verður fyrir einelti.  Hægt er að lesa um um það hér:  Fyrsta aðstoð fyrir foreldra.

Á vef Neyðarlínunar má finna ráð til að vinna gegn einelti hjá börnum.  Hvernig er hægt að stöðva einelti?

Barnaheill hafa einnig sett saman gagnlegar ábendingar fyrir foreldra og verkfæri sem eru ætluð foreldrum. Á vefsvæði Barnaheilla er hægt að lesa meira um starfið gegn einelti.

„Ég veit“ er þróað í samstarfi við fjölda fagaðila í Noregi og Barnaheill þar í landi hafa tekið veigamikinn þátt í gerð efnisins. Efninu fylgja kennsluleiðbeiningar og vísun í námskrár unnar af sérfræðingum. En einnig hafa Menntamálastofnun, Barna- og fjölskyldustofa og Barnaheill á Íslandi þýtt og staðfært kennsluleiðbeiningar sem bæta og styðja við efnið.